Verkval

hefur unnið fjölmörg krefjandi verkefni sem sumhver eru óhefðbundin

Unnin verk

Verkval hefur unnið fjölmörg krefjandi verkefni sem sumhver eru óhefðbundin


Lagnahreinsun við Jarðböðin í Mývatnssveit

Vatnið sem notað er í Jarðböðunum við Mývatn er sem kunnugt er ríkt af steinefnum, svo sem kísil. Þessi kísill myndar smám saman útfellingar í rörunum sem fæða lónið og stíflar þau. Verkval hefur þróað í samvinnu við Jarðböðin tækni til að fræsa rörin að innan og fjarlægja útfellingarnar og þannig hefur verið hægt að auka endingartíma lagna margfallt og halda rennsli stöðugu til lengri tíma.

Gufulagnir að Þeistareykjavirkjun

Þeistareykjavirkjun var tekin í notkun 2017 og að henni liggur fjöldi gufulagna frá borholum í næsta nágrenni. Landsvirkjun fékk Verkval til að skola út gufulagnir áður en þær væru teknar í notkun til að tryggja að í þeim væri hvorki aðskotahlutir né suðugjall. Þessi lagnahreinsun gekk að óskum þó lagnaþvermál væri allt að 600 mm.

TDK (fyrrum Becromal) lagnahreinsun og myndun í verksmiðju

Álþynnuverksmiðja TDK, sem áður hét Becromal var tekin í notkun árið 2010 og árið 2019 var komið að mikilli hreinsun á lögnum verksmiðjunnar og endurnýjun á hluta langna. Verkval var undirverktaki Slippsins á Akureyri við þessa aðgerð og tókst enn og aftur að leysa verkefnið á frábæran hátt.

Rörin voru hreinsuð með háþrýstiþvotti og síðan mynduð með lagnamyndavél. Árið áður hafði Verkval ehf annast síuhreinsun fyrir Becromal í góðri samvinnu við viðhaldsdeild fyrirtækisins og aðra verktaka. Öflugir dælubílar Verkvals voru notaðir við bæði þessi verk.

Kröfluvirkjun kísilhreinsun og dælubílavinna

Kælivatn Kröfluvirkjunar inniheldur talsvert af kísil og öðrum steinefnum. Þessi efni setjast í útrás vatnsins og mynda þar útfellingar. Verkval hefur annast hreinsun á hvers konar lögnum fyrir Kröflu um árabil hvort sem um er að ræða skólplagnir eða aðrar frárennslislagnir. Einnig hafa verið losaðar stíflur úr afrennsli frá borholum.

Kísilverksmiðja PCC á Bakka

Verkval hefur allt frá gangsetningu þjónustað kísilverið á Bakka við Húsavík á margvíslegan hátt. Fyrirtækið hefur annast hreinsun á drenlögnum og ofanvatnslögnum ásamt sandgildru. Verkval hefur einnig sogið upp ýmiskonar ryk og óhreinindi innan dyra og utan auk þess að beyta lagnamyndavél til að ástandsskoða rör í reykhreinsivirki verksmiðjunnar.

Vaðlaheiðargöng

Áður en Vaðlaheiðargöng voru tekin í notkun þurfti að hreinsa öll niðurföll í göngunum og lagnamynda bæði ofanvatnslögn og drenlögn enda á milli áður en verktaki skilaði af sér verkinu. Verkval annaðist bæði lagnahreinsun og myndatöku, sem að mestu var framkvæmd með fjarstýrðri röramyndavél, svo kölluðum skriðdreka.

Verkval hefur einnig unnið með Vaðlaheiðargöngum ehf að þróun hreinsiaðferða fyrir göngin sem snýr að því að þvo bæði veggi, vegaxlir og vegyfirborð ásamt því að fjarlægja sand og óhreinindi út úr göngunum.

Tankahreinsun

Verkval hefur tekið að sér hreinsun á tönkum af margvíslegum gerðum, algengastar eru hreinsanir olíutanka fyrir olíufélög og fyrirtæki. Einnig hafa verið hreinsaðir tankar í skipum ásamt lögnum. Lestir skipa hafa verið háþrýstiþvegnar og sótthreinsaðar auk þess sem fyrirtækið hefur unnið að hreinsun jarðvegs og bílaplana eftir minni mengunarslys.